hvað í helvítinu er að gerast í dag?

Á rölti mínu um miðbæ Reykjavíkur komst ég því að hvergi er hægt að fá Ghost húfur í 101. Ég tel það benda til þess að uppáhalds sænsku ostakökurnar mínar hafa ekki enn dreift sér eins og endaþarmsútgufun berst út um allt á reyklausum bar.

Ef það er eitthvað sem gleymist aldrei þá er það að heimsækja Valda í geisladiskabúðinni sinni. Ný sending öfgarokki hafði rekið inn á fjörur hans og braut ég mér því leið inn í vínilgeymsluna til þess að athuga hvaða gersemar væri þar að finna. Spottaði maður þarna hinar fínustu endurútgáfur á “Wrath of the Tyrant” og “Live in Leipzig” innan um aragrúa af kraftgallametal eins og Symphony X og Rhapsody. Það leynist greinilega ostapoppsmafía innan borgarmarkana.

Á leið minni út úr vínilhvelfingunni kom ég auga á dálítið sem ég hafði ekki séð í dágóðann tíma þarna; nýjar kassettur. Ég gat ekki annað en spurt Valda út í það hvaðan hann hefði fengið þessar snældur og svaraði hann því að einhver óþekktur útsendari frá amerísku kassettuútgáfunni Dome of Doom hefði komið þessu á hann og vildi hann meina að þarna væri um ómþýðann dómadagsmálm að ræða.

Einhvern veginn held ég að eitthvað hafi tapast í þýðingunni. Þó verður að nefna að þetta eru hinir eigulegustu gripir og þrátt fyrir að vera ekki sá dómadagsmálmur sem ég bjóst við þá er þetta hin fínasta tónlist.

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s