dautt, dauðara, dauðast

Það er viss sigur í sjálfu sér að dauðarokkið sé ennþá lifandi á Íslandi, tuttugu árum eftir að langflestir hentu út Boss pedulunum sínum og í stað argandi dauðarokks flutu harmlausir hljómar indírokks út um bílskúrsglugga. Morbid Angel bolum var skipt út fyrir Pearl Jam, Soundgarden og Bítlana og margir fullorðnuðust yfir eina nótt og töldu sig sjá frama og heimsfrægð í lyftutónlist.

Sem betur fer þrjóskuðust nokkrar risaeðlur við og í gærkvöldi sáu margir hvað þrautseigja þeirra hefur gefið þjóðinni þar sem dauðarokkarar ungir sem aldnir léku á alls oddi í flaggskipi hámenningarinnar, Hörpunni. En eins og vill gerast í keppni vinna ekki allir og í enda kvöldsins stóðu ungstirnin í Ophidian I uppi sem sigurvegarar Wacken Metal Battle á Íslandi. Sumir hlupu beint upp á svið og föðmuðu þá sundur og saman og tvítuðu svo gleðifregnunum á alla vini og ættingja. Aðrir, eins og sá sem þetta ritar, sáu fréttirnar á Alnetinu morguninn eftir þegar þeir vöknuðu. Það voru þó engar stórar fyrirsagnir sem blöstu við en þeim mun meira af statusum á Fésbókinni sem skiluðu fréttunum örugglega til allra.

Tónlist Ophidian I má nálgast hér.

En það eru ekki allar fréttir gleðifréttir og á sama tíma og maður gladdist fyrir hönd kauðana í Ophidian I, sem núna hlakkar eflaust mikið til þess að spila fyrir tugi þúsunda Running Wild aðdáenda, þá heyrðust fréttir af því að Gísli, sem eitt sinn var kenndur við Sororicide, hefði sagt skilið við Beneath. Engar útskýringar voru gefnar fyrir brottför hans. Eins leiðinlegt og það er að heyra af þessu finnst mér þó mikilvægara að spyrja; verður Gísli þá ekki með Metal-Quiz á Eistnaflugi í ár?

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s