JOEL GRIND the yellowgoat sessions

Því hefur löngum verið haldið fram að verðmætustu geiturnar séu þær gulu, enda eru þær líka afskaplega sjaldséðar. Gular geitur eru rándýr og nærast þá helst á innistæðum bankareikninga og dæma eigendur sína til eilífrar vistar í foreldrahúsum.

Joel Grind hefur hingað til gefið út tónlist sína undir nöfnum eins og Toxic Holocaust og Tiger Junkies en núna virðist vera kominn tími til þess að losa sig undan kvöðunum sem þeim kann að fylgja að skapa sér feril undir sínu eigin nafni rétt eins og Bubbi gerði. Ólíkt Bubba þá hefur Joel látið kassagítarinn eiga sig og hérna er engin lög að finna um eiturlyf eða hvalveiðar. Hérna er bara mónótónískt svartþrass í gangi fyrir fólk sem fílar ekki flókna hluti.

Tónlistin sem Joel bíður okkur upp á í dag á að vera tribjút til gamalla meistara eins og Bathory og Motörhead og örugglega líka Hell Hammer í þokkabót. Var ekki Hell Hammer einhverslags blanda af Bathory og Motörhead? En líkt og oft vill gerast hjá tónlistarmönnum nútíðarinnar sem leita í gagnabanka fortíðarinnar þá vantar eitthvað upp á. Joel býður okkur upp á fínt rokk hérna en stundum er “fínt” bara ekki nóg, stundum þarf það að vera “tussufínt” til þess að það sleppi í gegn.

Því miður er það svo að Joel kallinn sleppur ekki í gegnum netið, eins skemmtileg skífa og “The Yellowgoat Sessions” er. Það er kannski bara of skýjað úti en það er eitthvað ekki að ganga upp.

HELLS HEADBANGERS

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s