þetta var nú öðruvísi hérna áður fyrr…

Fyrir 20 árum var ekkert YouTube. Ekkert Bandcamp. Ekkert Soundcloud. Ef maður vildi uppgvötva nýtt dauðarokk þurfti maður að hysja upp um sig buxurnar og drulla sér niðrí Japis og gramsa í rekkunum innst inn í versluninni í Brautarholtinu eða þræða safnarabúðirnar í miðbænum ef maður vildi finna meira rokk dauðans sem maður sem fátækur námsmaður gat leyft sér að kaupa. En svo er ekki lengur, nú er nóg fyrir mann að taka símann úr vasanum og þá hefur maður aðgang að öllu því sem mann gæti langað til þess að hlusta á sem og því sem mann langar ekkert til þess að hlusta á.

Það getur því verið fróðlegt að taka smá tíma frá öðru hverju og fara í gegnum pósthólfið og Fésbókina og athuga hvað er nýtt, hvað er hipp og svo framvegis.

Það er sorglegt að segja frá því hvað maður hefur verið þröngsýnn þegar að norskri tónlist kemur. Maður hefur að mestu leyti haldið sig í þykkum skógum norsks svartrokks og varla hætt sér út fyrir þá. Í þau skipti sem maður hefur eitthvað þorað að stíga út fyrir skógarjaðrinn þá hefur það einungis verið til þess að skoða listamenn með tengsl við svartrokkssenuna. Þá hefur maður misst af öfgarokki álíka því sem Haraball bjóða okkur hérna upp á af væntanlegri plötu þeirra sem kemur út á Fysisk Format í maí.

Maður hefði örugglega líka misst af þessari ábreiðu ítölsku drungarokkssveitarinnar Black Oath á hinum klassíska slagara Acheron, “Ave Satanas”. Það er eitthvað sem ég hefði séð mjög eftir því þetta er virkilega góð ábreiða og það gæti vel verið að maður tæki þessa fram yfir upprunalegu útgáfuna og það er ekki oft sem að slíkt gerist. Það skal tekið fram að ef það hefði ekki verið fyrir pressuna í UK þá hefði ég líklegast aldrei frétt af þessu.

Frændur okkar í Svíþjóð eru líka að standa sig því svartrokkararnir í Svartsyn munu fljótlega magna nýja skífu upp úr töfrapotti sínum. “Black Testament”, en það heiti ber skífan, kemur út í enda maí á vegum pólsku útgáfunnar Agonia. Það verður athyglisvert að sjá hvort að þessi skífa nær að ýta hljómsveitinni aðeins af jaðrinum og inn í þvöguna. Svartsyn hefur alltaf verið aðeins fyrir utan fjölfarna stíga, haldið sig í hliðargötunum eins og vafasamir sölumenn dauðans.

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s