MAGISTER TEMPLI lucifer leviathan logos

Við lifum á tímum retrohyggju þar sem allir keppast við að líta sem oftast í spegilinn til þess að sjá hvað gerðist áður og reyna að leika það eftir og endurskapa þannig gærdaginn. Óteljandi eru hljómsveitirnar orðnar sem klæðast varla öðru en þröngum gallabuxum og stuttermabolum sem útkrotað er með allskonar vafasömum satanískum táknum.
Frændur okkar í Noregi hafa verið duglegir við það síðustu tvo áratugina eða svo að selja okkar ofsarokk uppfullt af hljómborðum, skrækum röddum og svartrokkssatanisma. Ekki skal gert lítið úr þeirri stefnu sem getið hefur af sér hvern gullmolann á fætur öðrum og jafnvel haft möguleg áhrif á utanríkisstefnu þjóðarinnar, þó það skuli látið ósagt.
En núna sjáum við meira brjótast út um bílskúrshurðirnar en ungmenni sem voru klædd í svo mikið leður að Rob Halford og Udo Dirkschneider voru með kjálkana í gólfinu vegna furðu. Gamli góði hippasatanisminn hefur loksins náð í skottið á frændum okkar þarna úti og heltekið þá. Fenriz var að muna eftir Manilla Road og þá er ekki seinna vænna að skella sér aðeins aftar í stafrófið en þó ekki of langt. Magister Templi fóru í “ME” rekkann og drógu út eitthvað gamalt og gott með King Diamond og félögum til þess að byggja grunninn á. Að því sögðu finnst mér Magister Templi eiga meira heima í Bretlandi en Danmörku þó að áhrif Kóngsins séu nú einhver. Það er meiri Crowley en LaVey í mónitornum og Lovecraft slær á bassann.
Það er ekki eins mikill hippi í Magister Templi eins og mér finnst vera í samlöndum þeirra í Devil og af þeim nýju hljómsveitum sem bera kennimark kölska í dag en tilbiðja tónlist gærdagsins þá er eflaust einhver skyldleiki á milli MT og hinna sænsku Snakeskin Angels.
“Lucifer Leviathan Logos” er hið fínasta djöflarokk og ætla ég að gefa henni átta af tíu mögulegum gallabuxum.

Hljómsveit: MAGISTER TEMPLI
Útgáfa: CRUZ DEL SUR MUSIC
Útgáfudagur: 10 maí 2013

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s