ný skífa með lantern væntanleg

Finnska svartdauðarokkssveitin Lantern mun gefa út sína fyrstu breiðskífu, “Below”, á vegum Dark Descent Records í enda júní. Skífan verður fáanleg bæði á geisladisk og vínil, en ekkert hefur heyrst af kassettuútgáfu og er það miður.

Eins og margir aðrir samlandar þeirra eru meðlimir Lantern með dauða, myrkur og djöfla á heilanum og tróðu þeir boðskap sínum bókstaflega í kollinn á hlustendum sínum á smáskífu þeirra sem kom út fyrir tveimur árum. Hægt er að forpanta komandi skífu á heimasíðu hljómplötuútgáfunnar.

Allur sá skrúði sem skreytir plötuna kemur frá Alexander Brown sem hefur unnið með hljómsveitum eins og Vorum, Mitochondrian og Witchrist meðal annara og má sjá kápu skífunnar hér fyrir neðan. Hægt er að hlusta á eitt lag af plötunni með því að ýta á þennan hlekk.

lantern

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s