duncan evans

Eftir langann vinnudag á frídegi verkalýðsins var gott að koma heim og finna “Bird of Prey” bíða eftir mér í pósthólfinu. Gamaldags þjóðlagatónlist sem vakti upp mynd í huga manns af bláfátækum hippum sitjandi aftan í Wolksvagen rúgbrauði, öll að reyna að komast yfir hungurtilfinninguna með því að syngja sig í gegnum erfiðustu augnablikin.

Þessi smáskífa inniheldur tvö lög, eitt lag af væntanlegri breiðskífu Duncan Evans sem mun bera heitið “Lodestone” og koma út á vegum Prophecy útgáfunnar þýsku, og annað sem eingöngu er að finna á þessari útgáfu.

Gítar, hatt og úfið skegg er allt að finna hérna. Það er enginn sérstakur mistísismi í gangi hérna ala Hexvessel og aðra sem sótt hafa í brunn fortíðar til þess að vekja upp aldna anda. Það má vel vera að móri eða tveir rati hingað inn en þá tel ég það vera skemmtilega tilviljun en ekki eitthvað sem reynt var að vekja upp. Þetta er kjörin tónlist fyrir afslöppun upp í Heiðmörk, eftir sumarblótið á Þingvöllum eða til þess að slappa af á köldum sunnudagsmorgni á Eistnaflugi í massífu þynnkuskýi.

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s