saga íslensks svartrokks, síða eitt

Í upphafi var orðið og orðið var Flames of Hell.

Þegar að svartrokkinu kemur hefur Ísland ekki látið eins mikið að sér kveða og nágrannaþjóðir okkar. Það er svo sem ekki slæmur hlutur, gæði fram yfir magn eins og margir hafa sagt. Fram til aldamóta var, liggur við, hægt að telja íslenskar svartmálmsútgáfur á annarri hendi og engin þeirra var eins alræmd og fyrsta og eina hljómplata hinnar goðsagnakenndu Flames of Hell.

Fólk hefur lengi rifist um það hvort Flames of Hell hafi í raun spilað alvöru svartrokk. Hvort sem þeir gerðu það eða ekki, samkvæmt einni eða annarri skilgreiningunni, þá eru þeir partur af sögu hins íslenska svartrokks, hvernig svosem fólk vill skilgreina það. Saga sveitarinnar er sveipuð dýrðarljóma, aðallega þó eflaust vegna þess að fæstir vita nokkuð um hljómsveitina fyrir utan að þetta voru tveir bræður og trommari. Þriðji bróðirinn sá svo um að búa til umbúðirnar sem umlykja plötuna og segir sagan að einungis þrjú eintök séu til á Íslandi af upprunalegu upplagi og að þau séu öll innan sama póstnúmers samkvæmt samkomulagi, restin er geymd í koffortunum sem eru geymd í háaloftum húsa sem fjölskyldan á í Frakklandi og Belgíu. Auðvitað gæti þetta allt verið bull en sannleikurinn má nú aldrei flækjast fyrir góðri sögu.

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s