A CANOROUS QUINTET the quintessence

Stundum fannst manni eins og sænska dauðarokkið væri ríkisrekið á tíunda áratugnum. Allar hljómsveitir frá Stokkhólmi hljómuðu eins og þær frá Gautaborg hljómuðu líka allar eins. Ef einhver hljómsveit ákvað að stíga út úr þægindarammanum þá var það eingöngu til þess að hljóma eins og hljómsveit úr hinni stefnunni.

Ég geri hér að gamni mínu, og það veistu vel en stundum var eins og kvóti hefði verið settur á stefnur í sænsku dauðarokki. Var norræna velferðarstjórnin þar á ferð? Var þetta allt vinstri mönnum að kenna? Ólíkt því sem tónlistarmenn hérna þekktu á þeim tímum voru hús eins og TÞM víst frekar algeng í Svíþjóð á þessum tíma og gæti vel verið að það hafi átt einhvern þátt í því að hljómsveitirnar hljómuðu margar alveg eins.

A Canorous Quintet er ein þessara hljómsveita. Góð hljómsveit og allt það en hljómar alveg eins og flestar aðrar hljómsveitir frá Gautaborg í kringum 1995 sem allar kepptust við að hljóma eins og In Flames og Dark Tranquility. Þessar hljómsveitir misstu sig í ómþýðu en auðgleymanlegu sulli sem þrátt fyrir að verða þróðaðra og vandaðra varð til lengdar afskaplega leiðinlegt að hlusta á.

Útgáfa þessi, sem inniheldur báðar breiðskífur sveitarinnar, eina smáskífu og skítnóg af aukaefni, er gefin út í tilefni þess að á þessu ári á ACQ tuttugu ára afmæli. Þetta er ágætis pakki og blankir námsmenn sem langar að eyða smá af sumarhýru sinni í eitthvað skemmtilegt gætu gert margt verra en að eyða pening sínum í þessa plötu.

A Canorous Quintet, sem á tíma sínum hefur farið í gegnum fleiri nafnabreytingar en Kristinn H. Gunnarsson hefur skipt um flokka, eru þrátt fyrir góða spretti auðgleymanlegir. Ég man að ég keypti frumburð þeirra þegar hann kom út, ég man ég fílað’ann þegar ég hlustaði á hann en ég man ekkert eftir honum og eftir að hafa hlustað á þessa plötu nokkrum sinnum er það sama í gangi hérna. Fínt Gautaborgardauðarokk, en þeirra útgáfa af Gautaborgardauðarokki hljómar ekkert sérstaklega frábrugðin öðrum útgáfum. Hún er kannski örlítið hrárri en samt sem áður ekkert rosalega mikið öðruvísi, smá blæbrigði en ekki meira en það.

Endurútgáfur eins og þessar eru bara fyrir ákafendur sem verða að eiga allt með hljómsveitunum sem þeir hafa gaman af. Þær eru fyrir fólk sem situr yfir plötunum sínum klukkustundum saman og er með vegg í herberginu sem er þakinn veggspjöldum af hljómsveitum sem enginn hefur heyrt af. Veggspjöldum sem það hefur annað hvort prentað sjálft eða púslað saman úr litlum auglýsingum.

Sjö af tíu saurugum gallabuxum gef ég endurútgáfunni. Ég gef þeim aukalega fyrir það að vera frá Stokkhólmi að spila Göteborgdauða. Það hlýtur að vera álíka því að vera eini gaurinn í Breiðholtinu sem heldur með Fylki og getur ekki verið góð tilfinning.

Hljómsveit: A Canorous Quintet
Útgáfa: Cyclone Empire
Útgáfudagur: 24 maí 2013

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s