það er víst góð hugmynd að setja plötur á netið

Plötufyrirtæki eru í síauknum mæli að átta sig á því að það er hægt að nota netið til einhvers annars en að skoða klám og myndbönd af Varg Vikernes keyrandi um á rússneska torfærutröllinu sínu. Sum fyrirtæki hafa meiraðsegja tekið upp á því að skella heilu hljómplötunum á netið til þess að fólk þurfi ekki einu sinni að leita á náðir rússneskra niðurhalssíðna og máski eiga það á hættu að rukkarar frá STEFi mæti heim til þeirra og geri tölvurnar upptækar. Fólki getur loksins liðið vel, hættunni er afstýrt.

Eftir tvo daga kemur “Deluge” út, fyrsta breiðskífa írsk-íslensku svartrokkssveitarinnar Slidhr, á vegum hinnar frönsku úgáfu Debemur Morti. Við Íslendingar erum gjarnir á að eigna okkur allt sem á nokkurn hátt tengist okkur, á hversu lítinn hátt sem það kann að vera, og því hef ég hálf-íslenskað hljómsveitina í tilefni þess að annar meðlima sveitarinnar er íslenskur. Hljómsveitin inniheldur annars núverandi og fyrrverandi meðlimi hljómsveita eins og Haud Mundus, Chao og Sol Axis. Þess má einnig geta að strákarnir okkar tóku þessa plötu upp að öllu leyti, mestu leyti eða engu leyti á Íslandi.

Eftir nokkrar vikur kemur tíunda stúdíóskífa Integrity út á vegum A389 og Magic Bullet. Í tilefni þess er hægt að hlusta á hana alla á vefsíðu hins víðfræga tímarits Revolver, ekki slæmt kaffi það. Að nefna fyrirtækið sitt töfrakúluplötur er afskaplega fallegt og diskógrafían þar á bæ er ekkert slor. Ég þekki ekki eins mikið inn á satanískt óreiðukor og ég vildi en þessi skífa Integrity er ágætis skítur. Það eru ekki margir menn í þessum heima sem að maður ætti að vera hræddur við en Dwid Hellion er einn þeirra sem gæti vel orsakað tímabundna lömun hjá fólki sem heyrir í honum í fyrsta sinn. Er samt ekki að vera að brjóta einhverjar óskráðar reglur í “Beasts as Gods”?

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s