BURZUM sól austan, máni vestan

Það virðist vera mikið vandamál fyrir fólk að Burzum er ekki eins og Burzum var einu sinni. Varg Vikernes er bara ekki eins svalur núna og hann var þegar heimur hans var klefi sem var fjórum sinnum fjórir metrar. Um leið og hann slapp út og fór að gera það sem hann langaði til þess að gera missti hann kvltið. Hann keypti sér bíl en hann keypti sér Lödu Sport. Hefði hann kannski átt að kaupa sér Unimog eða eitthvað annað úberþýskt? Hefði hann átt að grafa upp gömlu hljóðfærin sín úr geymslunni hjá mömmu sinni og halda áfram þaðan sem frá var horfið?

Nei. Svarið er einföld neitun. Í gegnum tíðina hefur Vargurinn verið duglegur við að endurskapa söguna og sáum við skýrt dæmi þess á “From the Depths of Darkness” skífunni þar sem að Vargurinn tók gömul lög sín og “nútímavæddi” þau og endurskapaði þau til þess að hljóma “eins og þau áttu að hljóma”. Hálffimmtugir gaurar með skullet sem hafa loksins efni á að taka upp tónlist með smá pening á milli handana, eitthvað sem þeir höfðu ekki tækifæri á í byrjun ferils síns og fá þá frábæru hugmynd að taka gömul lög upp á nýtt. Meiriháttar hugmynd sem fær gamla strangtrúaða aðdáendur til þess að draga nærbuxurnar hálfar upp í görnina vegna þess að þeir sjá fram á það að gömlu klassíkurnar þeirra verði eyðilagðar af fólki sem hefur efni á meiru heldur en fjögurra rása upptökutæki.

En hvað er eiginlega í gangi hérna? Er þetta leiðinlegasta lyftutónlistin árið 2013? Stutta svarið er “já”. Ef þú ætlar að hlusta á þetta í lyftu þá áttu eftir að vera sofnaður áður en þú kemst upp á þriðju hæð. Ef þú hins vegar hugsar ekki um þessa synnðamessu sem lyftutónlist heldur sem náttúrudýrkunartónlist þá ertu í góðum málum. Maður getur setið endalaust innan um kjarrið og horft á skýinn mynda breytast í gamlar hetjur svartrokksins með þetta í eyrunum. Ef þú hefur gaman af gömlu synnðatilraunum vargsins eins og þær gerðust bestar áður en honum var hent inn í steininn og lyklinum kastað í burtu þá áttu eftir að hafa gaman af þessari plötu. Ef þú, hins vegar, býst við öðru svartrokksmeistaraverki þá verður þú bara að kíkja niðrí Smekkleysu og kaupa þér endurútgáfu á “Det Som Engang Var” á vínil þar og reyna að telja þér trú um að síðustu tuttugu árin hafi bara verið blekking.

Hljómsveit: Burzum
Útgáfa: Byelobog
Útgáfudagur: 27 maí 2013

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s