MACTÄTUS blot

Rétt eftir að maður hélt að norska svartrokkið væri dautt fór að bregða fyrir auglýsingum í hverju umslagi sem barst í pósthólfið sem auglýsti endurkomu Krists. Það var kannski ekki verið að boða orð Krists en svona næstum því, ég man ekki nákvæmlega hvernig auglýsingin var en hún var einhvernvegin svona:

Fyrst kom De Mysteriis, svo komu A Blaze in the Northern Sky og In the Nightside Eclipse og nú er komið að því að ný hljómsveit hertaki hásætið!

Mikið var glott þegar maður sá þann bleðil, því það jaðraði við guðlast að segjast vera betri en DMDS og ItNE. Reyndar jaðraði það ekkert við það, í augum óstálpaðra stráka sem voru að skríða í tvítugt var þetta álíka því að koma fram í sjónvarpinu með Biblíuna og segja “hey, þetta er svosem ágætt en ég gæti nú gert þetta betur”.

Kom svo að því að maður fékk loks eintak af þessari goðsagnakenndu skífu í hendurnar og hún náði næstum því að lifa upp í hæpið sem Embassy Records höfðu reynt að skapa í kringum hana. Stundum er það þó svo að flottur flyer reddar þér ekki eins langt og þú vildir og úbernorskt svartrokk Mactätus, eins gott og það nú var, var helst til auðgleymanlegt þegar til lengri tíma er litið.

Eins og þú hefur eflaust tekið eftir geng ég út frá því að þú vitir að “Blot” kom út fyrir 15 árum í gegnum frönsku útgáfuna Embassy Productions sem gáfu meðal annars út eðalskífuna “Pentagram” með norsku svartrokkssveitinni Gorgoroth.

Tónlist Mactätus, sem var eins og einhver hefði tekið nokkrar af helstu hljómsveitum landsins og kuðlað þeim saman í einn garnbolta og unnið svo eitthvað úr því, hafði ekki þetta “something something” sem margar af eldri hljómsveitunum höfðu. Það var nóg af hljómborðum í gangi hérna, sem sprautuðu norsku fjallalofti í tonnavís framan í íslenskan stórborgarann, en þegar maður lagði skífuna frá sér þá mundi maður kannski í mesta lagi eftir fyrstu tíu sekúndunum í “Black Poetry“, restin hljómaði bara eins og einhversslags blanda af Dimmuborgum, Ulver og svo framvegis af norskum hljómsveitum, enda voru Mactätus ekkert að þykjast vera neitt meira en “norsk black metal hljómsveit”. Góð tónlist og allt það en ef þessir kappar voru á höttunum eftir einhverjum hásætum þá var augljóst mál að þau þyrftu þeir að smíða sjálfir.

7 af 10 saurugum gallabuxum fær þessu endurútgáfa, rétt eins og A Canorous Quintet fékk um daginn. Góð tónlist, gott rokk og góðar minningar gefa þeim það.

Hljómsveit: Mactätus
Útgáfa: Soulseller
Útgáfudagur: 21 júní 2013

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s