vetur konungur strikes!

Í dag er Vetur á Íslandi. Miðað við hversu slæma byrjun sumarið virðist ætla að eiga, búið að taka heilan mánuð af sumrinu hjá eigendum Rib-báta og mannhæðarháa snjóskafla ennþá að finna í Mjóafirðinum, þá er það við hæfi að Vetur konungur heilsi upp á okkur og það frá Færeyjum af öllum stöðum. Veturinn virðist ekki koma að norðan þetta árið. Nei, hin færeyska útgáfa Tutl, sem í gegnum árin hefur gert sitt fyrir íslenska tónlist, hefur tekið hinn íslenska Vetur í sinn faðm og hjálpað konunginum að fá fullkomið yfirlit yfir hið rísandi norðurland.

Ég þræddi plátubúðir miðbæjarins í dag á útgáfudegi “Vættir”, sem er fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar, í leit að eintaki en fór heim með rófuna á milli lappana, bugaður á sál. Áhugamenn um íslenskt svartrokk geta þó sparað sér sporin þar til þeir vita af eintaki í grennd við sig og kíkt á þetta sýnishorn hérna að neðan þar til skífan hittir búðirnar.

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s