underthechurch

UNDER THE CHURCH demo 2013

Klukkan er 1994 og ég er staddur í Japis í Kringlunni að flétta í gegnum dauðarokksdiska. Árið er að verða 16 og í örvæntingu minni yfir því að finna ekkert til þess að kaupa vel ég safnskífu þá er ber nafnið “Projections of a Stained Mind” bara vegna þess að Dismember eru á henni. Fátt er betra en gott Dismember lag, svoleiðis er það bara.

Eftir að hafa flett í gegnum nokkrar blaðsíður af sænsku dauðarokki rekst ég á hljómsveit sem stingur í stúf. Hún heitir Nirvana 2002. Engir gaddar, ekkert blóð, engin málning, bara þrír gaurar útí sveit einhverstaðar í Svíþjóð. Ekki einu sinni í hljómsveitabolum?!?!

Árið er 2013 og ég veit ekkert hvað klukkan er að verða. Nirvana 2002 hefur farið, komið og farið aftur en dauðarokkið er ennþá í gangi. Tveir af gaurunum úr sænsku sveitinni eru ennþá að gera dauðarokk en núna undir merkjum Under the Church. Núna eru engar ljósmyndir en í staðinn er komin teikning eftir Fannar Örn Karlsson sem fær mann til þess að hugsa um gömlu dagana þegar maður flétti í gegnum Terrorizer og minna þekkt tímarit í leit að demóum til þess að eyða sumarhýrunni í. Öfugu krossarnir snúa samt öfugt, just sayin’.

Þetta verður þó að falla í einhvern ákveðinn ramma, er það ekki? Það er ekki nóg að hafa flotta kápu ef tónlistin passar svo ekkert við hana. Nocturnus hefðu ekki getað púllað geimfararokk sitt með einhverjar risaeðlur framan á plötunum, ó nei. Það sem er í boði hérna er gamaldags sænskt demódauðarokk í anda þess sem maður hefði fundið á “Projections…” í ze old days. Sænskt dauðarokk ala Autopsy og Repulsion sem ég geri mér grein fyrir því að það eru ekki sænskar hljómsveitir, krúttbolla. Þú getur svo sem sett Nihilist í staðinn fyrir Repulsion og búið til Nihtopsy sem væri ekkert slæmt. Eflaust ágætis hljómsveit.

Hvað með þessa útgáfu, er ennþá hægt að fá hana? Sko, samkvæmt Fésbókarsíðu hljómsveitarinnar, Under the church þ.e.a.s. þá er fyrsta upplagið uppselt en… Það eru fleiri hljóðsnældur á leiðinni. Hérna er hægt að hlusta á þetta all day long og svo er hægt að kaupa bætur á fatnað frá þeim von bráðar ef þú átt jakka eða buxur eða eitthvað sem þarfnast lagfæringar.

Þessi kassetta fær 8,5 af þeim 10 saurugu gallabuxum sem ég hef upp á að bjóða.

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s