SELIM LEMOUCHI & HIS ENEMIES mens animus corpus

Þegar að hollenska hljómsveitin The Devil’s Blood hætti fannst manni það einhvern veginn frekar ólíklegt að maður myndi heyra eitthvað með Selim, drifkraftinum þar á bæ, á næstunni. Það kom manni því hressilega á óvart að sjá myndband poppa upp að því er virtist úr svartasta myrkrinu sem Selim og félagar höfðu tekið upp á meðan á upptökum þessarar smáskífu stóð.

Ennþá er sjöundi áratugurinn alsráðandi hjá þeim. Síkadelikur, svarthvít myndbönd og skærir litir. Þrátt fyrir að um nýja hljómsveit sé að ræða er þetta ekki svo ólíkt fyrri ævintýrum Selims. Það er þó meiri síkadelíka í gangi hérna en áður var á boðstólum og fólk mun afslappaðra en áður, djöfladýrkunin er ennþá til staðar en djöfulgangurinn hefur minnkað aðeins.

Ef að The Devil’s Blood voru Roky Ericksson þá eru Selim Lemouchi og óvinir hans Bobby Beausoleil. Angurværir og síkadelískir en þó til í að detta í djamm án þess að missa sig öskrandi á krókódíla og geimverur. Hvítir úlfar & rísandi ljósberar gera þetta að smáskífu sumarsins.

10 af 10 saurugum gallabuxum fær þessi plata.

SELIM LEMOUCHI & HIS ENEMIES
Ván Records
Maí 2013

Published by

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Change )

Connecting to %s